Af hverju Fiðrildaferðir?


Í okkar ferðum færð þú tækifæri til að upplifa ævintýri, nýja menningu og lært um spennandi lönd og mannlíf.

Við leggjum áherslu á samfélags- og menningartengda ferðamennsku í samvinnu við ferðaskrifstofur á Íslandi, Indlandi,  Hawaii og Perú.

Litlir hópar og framúrskarandi persónuleg þjónusta er okkar markmið.

Hvað er samfélagsleg ferðaþjónusta?

Fiðrildaferðir sérhæfir sig í CBT ferðaþjónustu en þessi tegund ferðaþjónustu hefur rutt sér til rúms víða um heim á síðustu árum. 

Community-based tourism er oft þýtt sem samfélagsmiðuð ferðaþjónusta. Þetta hugtak vísar til ferðaþjónustu sem er þróuð og stýrt af heimamönnum í samstarfi við samfélög á svæðinu. 

Markmiðið er að veita gestum einstaka upplifun á sama tíma og það styður við sjálfbærni og efnahagslega velferð samfélagsins. 

Þetta getur falist í gistingu hjá heimamönnum, leiðsögn um svæðið eða þátttöku í viðburðum í samfélaginu. 

Í stað þess að horfa og skoða tökum við þátt með heimamönnum.


Um stofnandann

Ásdís Guðmundsdóttir er stofnandi og eigandi og Fiðrildaferða.

Hún er menntuð í félagsfræði og stjórnun og hefur auk þess próf sem svæðisleiðsögumaður.

Hún hefur ólæknandi ferðabakteríu og veit ekkert skemmtilegra en að upplifa nýja menningu spennandi landa með áherslu á að skoða ótroðnar slóðir.

Að ferðast færir okkur nær hvert öðru og gefur okkur nýja sýn og eykur víðsýni!