Ævintýri í Mexíkó
Fiðrildaferðir bjóða þér í magnaða ævintýraferð til Mexíkó dagana 25.október til 8.nóvember 2025.
Ferðinni er heitið til Oaxca borgar sem er höfuðborg samnefnds hérðaðs á Yukutan skaganum. Þar munum við njóta matar og menningar á einstökum tíma árs! Ef þú hrífst af mat og matargerð, mörkuðum, litagleði, list, vingjarnlegu fólki, sögu og handverki þá er þetta ferð fyrir þig!
Við tökum þátt í hátíð heimamanna “El Dia De Muertos” eða Allraheilagamessu sem er helsta hátíð heimamanna og Mexíkó búa og er hreint magnað að taka þátt í henni og fylgjast með. Á þeim degi er nefnilega hægt að komast í samband við framliðna ættingja og fólk hópast í litríka kirkjugarðana með mat og drykk.
Við heimsækjum textílvinnslu heimakvenna og söfn, förum á matreiðslunámskeið, skoðum kaffi- og kakóvinnslu, drekkum hið víðfræga Mescal og skoðum fornleifasvæði Monté Alban svo eitthvað sé nefnt.
Ferðin endar svo í strandbænum Puerto Escondido þar sem slakað er á síðustu dagana.
Íslenskur fararstóri verður í ferðinni og ennfremur mexíkóskur leiðsögumaður.
Ferðin er farin í samvinnu við Altruvistas ferðaskrifstofuna á Hawaii - sjá www.altruvistas.com og verður eigandi ferðaskrifstofunnar okkur innan handar í ferðinni.
ATHUGIÐ!
Aðeins eru 14 sæti í boði í þessa ferð!
Bókaðu ferðina hér!
Skoða má nákvæma ferðalýsingu ásamt verði hér að neðan.
-
Mexíkó liggur að Bandaríkjunum í norðri, Kyrrahafi í vestri og suðri, Gvatemala og Belís í suðri, og Mexíkóflóa og Karíbahafi í austri.
Höfuðborg landsins er Mexíkóborg, sem er ein af stærstu borgum heims en þar búa 22 milljónir manna.
Mexíkó hefur ríkulega menningararfleifð sem sameinar menningu innfæddra og spænska arfleifð. Landið er þekkt fyrir litríkar hátíðir, fjölbreytta matargerð, svo sem tacos, enchiladas og guacamole, og ótrúlegar fornminjar eins og rústirnar í Teotihuacan, Chichen Itza og Palenque og Monte Alban.
Landslag Mexíkó er einnig mjög fjölbreytt en þar má finna eyðimerkur, fjöll, regnskóga og fallegar strendur.
Mexíkó er eitt af tíu fjölmennustu löndum heims með um það bil 130 milljónir íbúa.
-
Við munum dvelja í Oaxaca sem er lítil borg í suðurhluta Mexíkó, þekkt fyrir fornminjar, menningarhátíðir og fjölbreytta matargerð.
Hún er höfuðborg Oaxaca-fylkis og þar búa um 300.000 manns.
Borgin er staðsett í fallegum dal og er umkringd af fjöllum með fjölbreyttri náttúru.
Oaxaca er einnig þekkt fyrir ríka menningarlega arfleifð og fornleifar eins og Monte Albán og Mitla, sem eru mikilvægur hluti af sögu Mexíkó.
Borgin er einnig fræg fyrir hátíðina Día de los Muertos og við munum einmitt fá tækifæri til að taka þátt í og upplifa þennan einstaka dag sem er ævintýri út af fyrir sig.
Matargerð í Oaxaca er einnig einstaklega fjölbreytt og þar er framleitt bæði te og kaffi.
Ennfremur er héraðið þekkt fyrir litríka textílframleiðslu.
Gist verður á Hotel Casona boutique hótelinu sem er frábærlega staðsett í miðborginni https://lacasonaoaxaca.com/ -
Monte Albán var fyrsta borgin í Mið-Ameríku og höfuðborg Zapotekanna. Borgin var reist í fjallendi til að hægt væri að verja borgarana er hætta stæði að.
Hún er gríðarlega mikilvægt fornleifasvæði og stór partur af menningararfleifð Mexíkó. Þar er safnið Museo Nacional de Antropología sem fróðlegt er að skoða.
Central Plaza í Monte Albán er aðaltorgið í miðju borgarinnar, þar sem helstu viðburðir fóru fram. Þetta svæði var mjög mikilvægt í daglegu lífi Zapotek-manna og var notað til ýmissa athafna, þar á meðal trúarathafna og opinberra viðburða. Torgið er umkringt pýramídum, hofum og öðrum merkum byggingum.
Danzantes er einn af merkilegustu stöðum Monte Albán. Nafnið er dregið af myndum sem sýna menn í óvenjulegum og sveigðum stellingum, og voru þeir taldir hafa verið dansarar eða fangar. Þessar myndir eru meitlaðar á steinplötur sem eru staðsettar í einni af pýramídunum á torginu. Danzantes er talin vera ein elsta og merkasta byggingin í Monte Albán
-
Textílhefð í Oaxaca er mikilvægur hluti af menningu á svæðinu. Má sjá flókið handverk og mynstur og her eru náttúrleg litarefni nýtt, og má þar nefna indigo bláan og cochinea og eru litirnir ótrúlega fallegir og sterkir.
Zapotekar, Náhuatl og Mixtekar frumbyggjarnir hafa haft mest áhrif á textílhefðina í Oaxaca í gegnum aldirnar og hver þjóðflokkur átti sín einkenni og stíl
Huipil og rebozo eru tvær helstu textílgerðir sem eru algengar í Oaxaca
Huipil er langur strokkur sem konur klæða sig í og rebozo er skýla sem konur nota til að halda á börnum sínum eða til að verjast veðri.
Textíllinn í Oaxaca er ekki bara listaverk, heldur einnig mikilvægur menningar- og samfélaglegur hluti af daglegu lífi sem gefur innsýn í lífið og menningu þjóðarinnar.
-
Eftir viðburðarríka og annasama daga er gott að slaka á á ströndinni við Puerto Escondido þar sem dvalið verður síðustu dagana.
Hótelið er staðsett rétt við ströndina og hér gefst tími til að slaka á eða upplifa, allt eftir vild!
Hér er slóð á hótelið:
Ferðalýsing
-
25.október
Flogið er með Icelandair til Chicago kl.16.25.
26.október
Flogið er kl. 1.00 til Mexíkóborgar og þaðan kl. 6.05 til Oacaxa.
Lent í Oacaxa kl.7.20.
Tékkað inn á hótel.
-
Náð verður í hópinn á flugvöllinn Xoxocotlán International Airport (OAX)
Við slökum á eftir langt ferðalag á hótelinu en kl. 17.00 hittum við leiðsögumann ferðarinnar, Citlali ásamt Maliu Everett og Ásdísi Guðmundsdóttur. Dagskrá kynnt og hópurinn hristur saman.
Kl. 19.00 verður sameiginlegur kvöldverður á veitingastað í nálægð við hótelið.
-
9:00 Við leggjum af stað til að skoða hinn magnaða stað Monte Albán þar sem líta má fornleifar sem má rekja til 5. aldar. Staðurinn er rétt fyrir utan Cruz Xoxocotlán, sem er litil borg og er ein elsta borg Mexíkó. Við fræðumst um sögu staðarins og getum rölt um og skoðað.
13.00 Við fáum hádegisverð á stað sem heitir Mirador del Fortin
15.30 Við fáum fyrirlestur frá sagnfræðingi um sögu borgarinnar og menningarlegan fjölbreytileika Oaxaca… með Margaritu í hönd!
Kvöldið frjálst til að skoða borgina.
-
Við förum í sögugöngu um borgina og meðal áfangastaða okkar er El Zocalo torgið í miðborg Oaxaca, sem er iðandi af lífi og veitingastöðum. Við heimsækjum Santo Domingo de Guzman hofið, sem er gott dæmi um barokkarkitektúr, fornleifasýningarnar á svæðisminjasafni Oaxaca og markaðirnir 20 de Noviembre og Benito Juarez.
Nánar um El Zocalo https://www.lonelyplanet.com/mexico/oaxaca-state/oaxaca/attractions/zocalo/a/poi-sig/1379800/361604
Nánar um Santo Domingo
https://en.wikipedia.org/wiki/Church_of_Santo_Domingo_de_Guzm%C3%A1n
Nánar um Minjasafnið
Hádegismat munum við borða á matarmarkaðnum Mercado 20 de Noviembre.
15.00 Við prufum hinn fræga drykk Mescal á hótelinu með Mtra. Sósima Olivera.
16.30 - Frjáls tími
Matreiðslunámskeið (B, D)
Þennan morgun förum við til Santa Cruz Xoxocotlan, fáum að upplifa matreiðslulist Oaxacan matargerðar og spreytum okkur á eldamennskunni. Um er að ræða matreiðslunámskeið sem stendur allan daginn, eða frá 9-15. Áður en það hefst, fáum við fyrirlestur um matargerð Mexíkóa og förum á markaðinn og kaupum í matinn og svo eldum við saman og njótum góðs matar í lokin.
https://en.wikipedia.org/wiki/Santa_Cruz_Xoxocotl%C3%A1n
Kvöldverður og kvöld eru frjáls, til dæmis er hægt að fara á tónleika, til dæmis tilvalið að kynnast Mariachi tónlistinni sem er áberandi í borginni.
-
Eftir morgunmat förum við til Santa Cruz Xoxocotlan og fáum að spreyta okkur á matargerðarlist Oaxaca! Um er að ræða matreiðslunámskeið sem stendur allan daginn, eða frá 9-15.
Áður en það hefst, fáum við fyrirlestur um matargerð Mexíkóa og förum á markaðinn og kaupum í matinn og svo eldum við saman og njótum góðs matar í lokin.
https://en.wikipedia.org/wiki/Santa_Cruz_Xoxocotl%C3%A1n
Við snúum aftur til Oaxaca seinnipartinn og heimsækjum listagallerí kvenna í grafík með Mtra. Alejandra Canseco.
Kvöldið frjálst, til dæmis tilvalið að kynnast Mariachi tónlistinni sem er áberandi í borginni.
-
Í dag heimsækjum við bæinn Etla https://en.wikipedia.org/wiki/Villa_de_Etla sem er bær rétt fyrir utan Oaxaca.
Etla var upphafleg höfuðborg Zapotecs áður en Monte Alban tók yfir, og þar eru rústir og gömul saga til að skoða og upplifa. Við skoðum kirkjuna og klaustrið sem er frá 16. öld og svo er það markaðurinn (Tianguis).
Við fáum að sjá hvernig Pan de Muerto er útbúið, en það er sætabrauð sem er mótað eins og bolla og oft skreytt með beinlaga köllum sem kallast fingurbein. Það er borðað dagana áður en hátíðin El Dia de la muertes hefst. Við fáum einnig að sjá hvernig Quesillo ostur er búinn til en það er dásamlegur hvítur strengjaostur sem bráðnar í munninum!
13.00 Hádegisverður í Villa de Etla, Restaurante Isabel.
15.00 Við fáum athyglisverðan fyrirlestur frá Cristina Nuñez, græðara, sem fræðir okkur um lækningaraðferðir Í Oaxaca. Við munum taka þátt í athöfn sem kallast Temazcalera en þar eru jurtir notaðar til hreinsunar líkama og sálar.
19.00 Komið á hótel.
20.30 Nú hefst hinn eiginlegi undirbúningur að Dia de Muertos, þar sem við munum undirbúa okkar altar.
-
Dagurinn okkar byrjar með heimsókn til „The Just Market“, sem eru framleiðendur lífræns kaffis. Við heyrum frá meðlimum CEPCO sem eru samtök kaffiframleiðenda í Oaxaca og fræðumst hjá þeim um kaffi og sanngjarna viðskiptahætti (Fair Trade) í Mexíkó.
Kl. 11:00 Gönguferð um Grasagarðana.
Kl. 13.00 Hádegisverður í Masa de Maiz Independencia 804.
15.00 Hringur forfeðra og altarin útbúin.
19.00 Kvöldverður að hætti heimamanna á “Como en el Pueblo”
Eftir kvöldmat heimsækjum við kirkjugarðinn Panteon með Verónica Aguilar Almeida.
23.00 Snúum til baka á hótelið.
-
Í dag er Dia de los Muertos, eða Dagur hinna dauðu, sem nær yfir 1. og 2. nóvember. Hefðin, sem hefur verið haldin hátíðleg í þúsundir ára, má rekja aftur til frumbyggjaættbálka í Mexíkó, og er ein helsta hátíð Mexíkóbúa. Á þessum degi er hægt að ná sambandi við framliðna og fólk þyrpist í kirkjugarðana með mat og vín og þar er sungið og grátið og tónlist spiluð.
Við skoðum hefðbundin altör Día de los Muertos sem oft eru hrein listaverk. Skólar og félagsstofnanir halda keppnir fyrir bestu altörin og sum eru ótrúlega fallega skreytt og litrík
Altörin eru útbúin til heiðurs þeim látna og þar er deilt með framliðnum brauði, salti, ávöxtum, uppáhalds kræsingum, vatni og, ef þau eru fullorðin, víni. Þetta snýst um að vera nær sínum látnu til að ná sambandi við þau og minningu þeirra og líf þeirra. "La ofrenda" er endurfundur með helgisiði sem kallar fram minningar.
Þessi athöfn er mikilvægt tákn um ást og virðingu gagnvart látnum ættingjum og vinum, og endurspeglar djúpa menningararfleifð Mexíkó.
Kl. 9:00 Ferð til San Bartolo Coyotepec. Heimsókn á safn þjóðlistarinnar ásamt heimsókn til leirkeraverkstæðis þar sem við fáum að spreyta okkur!
https://en.wikipedia.org/wiki/San_Bartolo_Coyotepec
Kl. 13:00 Hádegisverður í Cuilapan.
Kl. 15:00 Frjálst tími til hvíldar, eða fara út að versla og kvöldverðar.
Hér gefst okkur einnig tækifæri til að láta mála andlit okkar eins og hefð er fyrir á þessum degi.
Kl. 19:00 Njótið vökunnar Comparzas de los Viejos með heimafólki. Í kvöld er partý með framliðnum ættingjum og vinum!
Textíll og litir!
Textílframleiðsla í Oaxaca er ein af mikilvægustu hefðum í menningararfleifð borgarinnar og héraðsins. Þessi iðnaður hefur djúpar rætur í sögu Oaxaca og er mikilvægur hluti af bæði daglegu lífi og hátíðum.
Oaxaca er heimili margra frumbyggjasamfélaga sem hafa þróað einstaka textílhefðir í gegnum aldirnar. Vefnaðurinn frá þessum svæðum einkennist af flóknum mynstrum og sterkum litum, oft með náttúrulegum litarefnum sem framleidd eru úr plöntum, steinum og skordýrum.
Rebozos: Þessi fjölnota klæði eru notuð sem skikkjur, sjöl, og jafnvel til að bera börn. Þau eru oft prýdd fallegum mynstrum.
Sarapes: Þetta eru lengri og breiðari klæði sem eru oft notuð sem teppi.
Huipiles: Þetta eru hefðbundin klæðnaður kvenna en það eru laus pils. Þau eru oft prýddir fallegum útsaumi.
Vefnaðartæknin í Oaxaca er mjög fjölbreytt en notaður er bæði hefðbundinn handvefstól og nútímalegri aðferðir. Handvefnaðurinn er oft gerður á bakvefnum, sem eru algengir meðal frumbyggjasamfélaga í Oaxaca. Þetta ferli er mjög tímafrekt og krefst mikillar kunnáttu.
Margir listamenn í Oaxaca hafa þróað ný snið með því að sameina hefðbundnar aðferðir við nútímalega hönnun. Þessir textílar eru oft seldir á bæði staðbundnum mörkuðum og alþjóðlega.
Textílar frá Oaxaca eru ekki bara listaverk heldur bera einnig mikla menningarlega og sögulega þýðingu. Þeir eru mikilvægur hluti af sjálfsmynd Oaxaca og eru einstakt tákn um samvinnu og fjölbreytileika samfélagsins.
Kl. 13:00 Hádegisverður.
Kl. 14:30 Eftir hádegismat munum við ganga um hofið [16. öld], fornleifasvæðið í Teotitlán del Valle og förum á markaðinn áður en við snúum aftur til Oaxaca City.
Kl. 16:00 Komið á hótel og kvöldið frjálst.
-
Kl. 9:00 Morgunverður.
Kl. 10:00 Við heimsækjum vinnustofu Nueva Vida (sýning um vefnað teppa úr ull og náttúrulegum litum) í Teotitlán del Valle, Þorpið er frægt fyrir hefbundinn vefnað og hágæða vefnaðarvörur. Við munum einnig heimsækja Milenario Arbol del Tule.
https://en.wikipedia.org/wiki/Teotitl%C3%A1n_del_Valle
https://en.wikipedia.org/wiki/%C3%81rbol_del_Tule
Kl. 13:00 Hádegisverður.
Kl. 14:30 Eftir það munum við ganga um hofið [16. öld], fornleifasvæðið í Teotitlán del Valle og förum á markaðinn áður en við snúum aftur til Oaxaca City.
Kl. 16:00 Kvöldið frjálst.
-
9:00 Við heimsækjum gallerí og njótum þess að rölta um bæinn en þar sem þetta er síðasti dagurinn í Oacaxa er ágætt að nýta hann til að versla, fara á kaffihús, fá sér kokteil eða bara slaka á. Handverkið í bænum er ótrúlegt og nú er tíminn til að kaupa gjafir og fallegt handverk. Njótum síðasta dagsins til hins ítrasta!
18:30 pm Sameiginlegur kvöldmatur á El Sagrario.
-
Morgunmatur og tékkað út af hótelinu. Okkar leið liggur til hins fallega bæjar Puerto Escondido sem er í 3 tíma akstursfjarlægð.
Við tékkum inn en förum svo strax á ströndina! Hér er morgunmatur og kvöldmatur innifalinn.
https://aldeadelbazar.mx/galeria/
Meðal þess sem hægt er að gera er:
Höfrunga- skjaldböku- og hvalaskoðunarferðir
Skjaldbökur á Playa Bacocho Á hverju kvöldi fyrir sólsetur safnast stór hópur fólks saman við Vive Mar, sem staðsett er á Bacocho ströndinni. Markmiðið er að vernda sjóskjaldbökueggin á ströndum Oaxaca. Fyrir 100 peso framlag færðu jicara (þurrkaða kúlu) með lítilli sjóskjaldböku innandyra. Allir raða sér síðan upp til að sleppa litlu skjaldbökunni sinni. Sjálfboðaliðarnir standa nálægt til að kasta sandi á þá fugla og krabba sem hafa áhuga á þessu æti á ferð þeirra yfir sandinn í hafið.
Matargerð í Oaxacan héraðinu er víðfræg og hér getur þú bókað einstaka matarupplifun
https://www.viator.com/tours/Puerto-Escondido/Made-in-Oaxaca-Food-Tour/d23875-155910P2
Lífljómun (Bioluminescence Tour) Puerto Escondido Syntu í sjónum undir stjörnubjörtum himni í lóninu nálægt Puerto Escondido þar sem sjávardýrið lýsir upp vatnið. BEst er að fara þegar nóttin er sem dimmust en þá er best að sjá ljósin frá dýrunum.
Fuglaskoðun
Markaðir
Ganga meðfram Andador Escénico
Svo er hægt einfaldlega bara hægt að slaka á og njóta sólarinnar!
Ennfremur er hægt að fara í golf og siglingu.
Meðal þess sem hægt er að gera er:
Höfrunga- skjaldböku- og hvalaskoðunarferðir
Skjaldbökur á Playa Bacocho Á hverju kvöldi fyrir sólsetur safnast stór hópur fólks saman við Vive Mar, sem staðsett er á Bacocho ströndinni. Markmiðið er að vernda sjóskjaldbökueggin á ströndum Oaxaca. Fyrir 100 peso framlag færðu jicara (þurrkaða kúlu) með lítilli sjóskjaldböku innandyra. Allir raða sér síðan upp til að sleppa litlu skjaldbökunni sinni. Sjálfboðaliðarnir standa nálægt til að kasta sandi á þá fugla og krabba sem hafa áhuga á þessu æti á ferð þeirra yfir sandinn í hafið.
Matargerð í Oaxacan héraðinu er víðfræg og hér getur þú bókað einstaka matarupplifun
https://www.viator.com/tours/Puerto-Escondido/Made-in-Oaxaca-Food-Tour/d23875-155910P2
Heimsækja Mezcal vínverksmiðju
Snorkla
Surf námskeið
Á hestbaki inn í sólsetrið
Lífljómun (Bioluminescence Tour) Puerto Escondido Syntu í sjónum undir stjörnubjörtum himni í lóninu nálægt Puerto Escondido þar sem sjávardýrið lýsir upp vatnið. BEst er að fara þegar nóttin er sem dimmust en þá er best að sjá ljósin frá dýrunum.
Fuglaskoðun
Markaðir
Ganga meðfram Andador Escénico
Svo er hægt einfaldlega bara hægt að slaka á og njóta sólarinnar!
-
Kl. 12.00 tékkum við okkur út og ökum til Oaxaca sem tekur 3 tíma.
Tékkum inn á hótel í Oaxaca kl.15.00
18.30 Sameiginlegur kveðjukvöldverður þar sem við fögnum lífinu!
-
Flogið frá Oaxaca til Mexíkóborgar kl. 6.00
Flogið frá Mexíkóborg til Chicago kl. 8.30
Flogið frá Chicago til Keflavíkur kl.18.30 og lent á Íslandi kl. 6.40 að morgni 9.nóvember.
Verð:
kr. 875.000
2. manna herbergi
kr. 100.000
Aukagjald fyrir 1 manns
herbergi
Bókaðu ferðina hér
Staðfestingargjald er kr. 100.000 og greiðist við skráningu í ferð og er óafturkræft.
Gjaldið greiðist inn á reikning 133-26-016446, kt. 570724-1850.
FYRIRVARI
Lágmarksfjöldi í ferðina er 14 manns og áskilur Fiðrildaferðir sér rétt til að fella niður ferð ef lágmarksfjöldi næst ekki og verður þá staðfestingargjald endurgreitt.
Innifalið:
Flug til og frá Mexíkó.
Gisting með morgunverði í Oacaxa og Puerto Escondido.
4 kvöldverðir.
Aðgangseyrir inn á söfn og aðra dægradvöl sem tilgreind er í dagskrá.
Allur akstur.
Íslensk fararstjórn.
Enskumælandi leiðsögumenn.
Ekki innifalið:
Ferðir til og frá Keflavík.
Matur um borð í flugvélum á leið til og frá Mexíkó.
Áfengir drykkir nema það sem tekið er fram í dagskrá.
Valkvæð dægradvöl og annað sem sérstaklega er tekið fram að sé ekki innifalið í ferðalýsingu.
Vegabréfsáritun til Bandaríkjanna (ESTA).
Ferðamannakort í Mexíkó (47 usd) sem sækja þarf um áður en ferðast er til landsins.
Fararstjórn
Fararstjóri er Ásdís Guðmundsdóttir, stofnandi og eigandi Fiðrildaferða. Ásdís hefur farið með hópa til Indlands og Hawaii á undanförnum árum og stofnaði ferðaskrifstofuna Fiðrildaferðir í júlí 2024.
Hún hefur leiðsögumannapróf frá Leiðsöguskóla Íslands og hefur skipulagt ferðir á Íslandi fyrir erlenda hópa.
Malia Everette verður hópnum innan handar í ferðinni, en hún er stofnandi ferðaskrifstofunnar Altruvistas á Hawaii. Hún hefur mikla reynslu í að skipuleggja ferðir um allan heim og hefur farið með nokkra hópa til Oaxaca.
Ferðaskrifstofa hennar leggur áherslu á samfélagslegar ferðir.