Suður-Afríka og Lesotho

Fyrirhuguð er ferð til Suður-Afríku og Lesotho í febrúar á næsta ári.

Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á lista til að fá nánari upplýsingar þegar tímasetning, ferðatilhögun og verð liggur fyrir.

„Heimurinn í einu landi“ væri góð leið til að lýsa upplifun þeirra sem hafa komið til Suður-Afríku. Þetta vinalega og hlýja regnbogaland býður upp á ótrúlega upplifun með dýrum, náttúru og menningu sem gleymist seint. Það er eins og að fólk fá þráhyggju fyrir að koma þangað aftur og aftur. Raunar munum við koma við í öðru landi sem er ríki innan Suður-Afríku og heitir Lesotho.

Suður- Afríka ð á sér  mikla sögu og er þekkt fyrir baráttu sína fyrir jafnrétti, sérstaklega eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar og frelsun Nelson Mandela.

Nafn Gandhi er einnig tengt Suður-Afríku órjúfanlegum böndum. Á þeim tíma sem hann bjóð þar mótaðist mikilvægur hluti af arfleifð hans sem leiðtoga í baráttunni gegn ójöfnuði og kynþáttahatri.

 

Fararstjóri: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

Hér er slóð á pistla sem tengjast ferðinni: https://www.flandrr.is/ferdablogg/categories/sudur-afrika