Ævintýri í Mexíkó

Fiðrildaferðir bjóða þér í magnaða ævintýraferð til Mexíkó dagana 25.október til 8.nóvember 2025.

Ferðinni er heitið til Oaxaca borgar sem er höfuðborg samnefnds hérðaðs á Yukutan skaganum. Þar munum við njóta matar og menningar á einstökum tíma árs! Ef þú hrífst af mat og matargerð, mörkuðum, litagleði, list, vingjarnlegu fólki, sögu og handverki þá er þetta ferð fyrir þig!


Við tökum þátt í hátíð heimamanna “El Dia De Muertos” eða Allraheilagamessu sem er helsta hátíð heimamanna og Mexíkó búa og er hreint magnað að taka þátt í henni og fylgjast með. Á þeim degi er nefnilega hægt að komast í samband við framliðna ættingja og fólk hópast í litríka kirkjugarðana með mat og drykk.

Við heimsækjum textílvinnslu heimakvenna og söfn, förum á matreiðslunámskeið, skoðum kaffi- og kakóvinnslu, drekkum hið víðfræga Mescal og skoðum fornleifasvæði Monté Alban svo eitthvað sé nefnt.

Við gistum á skemmtilegu “boutique” hóteli í miðbænum, sjá hér

Ferðin endar svo í strandbænum Puerto Escondido þar sem slakað er á síðustu dagana.

Íslenskur fararstóri verður í ferðinni og ennfremur mexíkóskur leiðsögumaður.

Ferðin er farin í samvinnu við Altruvistas ferðaskrifstofuna á Hawaii - sjá www.altruvistas.com og verður eigandi ferðaskrifstofunnar okkur innan handar í ferðinni.

ATHUGIÐ!

Aðeins eru 14 sæti í boði í þessa ferð!

Bókaðu ferðina hér!

Skoða má nákvæma ferðalýsingu ásamt verði hér að neðan.

Ferðalýsing

Verð:

kr. 875.000

2. manna herbergi

kr. 100.000

Aukagjald fyrir 1 manns

herbergi

Bókaðu ferðina hér

Staðfestingargjald er kr. 100.000 og greiðist við skráningu í ferð og er óafturkræft.

Gjaldið greiðist inn á reikning 133-26-016446, kt. 570724-1850.

FYRIRVARI

Lágmarksfjöldi í ferðina er 14 manns og áskilur Fiðrildaferðir sér rétt til að fella niður ferð ef lágmarksfjöldi næst ekki og verður þá staðfestingargjald endurgreitt.

Innifalið:

Flug til og frá Mexíkó.

Gisting með morgunverði í Oacaxa og Puerto Escondido.

4 kvöldverðir. 

Aðgangseyrir inn á söfn og aðra dægradvöl sem tilgreind er í dagskrá.

Allur akstur.

Íslensk fararstjórn.

Enskumælandi leiðsögumenn.

Ekki innifalið: 

Ferðir til og frá Keflavík.

Matur um borð í flugvélum á leið til og frá Mexíkó.

Áfengir drykkir nema það sem tekið er fram í dagskrá.

Valkvæð dægradvöl og annað sem sérstaklega er tekið fram að sé ekki innifalið í  ferðalýsingu. 

Vegabréfsáritun til Bandaríkjanna (ESTA).

Ferðamannakort í Mexíkó (47 usd) sem sækja þarf um áður en ferðast er til landsins.

Fararstjórn

Fararstjóri er Ásdís Guðmundsdóttir, stofnandi og eigandi Fiðrildaferða. Ásdís hefur farið með hópa til Indlands og Hawaii á undanförnum árum og stofnaði ferðaskrifstofuna Fiðrildaferðir í júlí 2024.

Hún hefur leiðsögumannapróf frá Leiðsöguskóla Íslands og hefur skipulagt ferðir á Íslandi fyrir erlenda hópa.

Malia Everette verður hópnum innan handar í ferðinni, en hún er stofnandi ferðaskrifstofunnar Altruvistas á Hawaii. Hún hefur mikla reynslu í að skipuleggja ferðir um allan heim og hefur farið með nokkra hópa til Oaxaca.

Ferðaskrifstofa hennar leggur áherslu á samfélagslegar ferðir.