Suður - Indland

Njóttu dásemda Suður-Indlands!

Suður-Indland… krydd, matur, strendur, mannlíf og svo mikið meira.

Fiðrildaferðir bjóða upp á einstaka ferð til Suður-Indlands í janúar 2026.

Ferðalagið hefst í Mumbai þar sem dvalið verður í þrjár nætur. Þar verður farið í stærsta “slum” í Asíu sem kallast Dharavi slum en þangað er magnað að koma í fylgd heimamanns. Einnig verður borgin könnuð og farið á söguslóðir, safn um Ghandi verður heimsótt og farið verður í fallegt Krishna hof.

Stefnan er síðan tekin til Suður-Indlands en flogið er til Cochin. Þar fær hópurinn tækifæri til að læra indverska matargerð og heimsækja heimafólk. Cohin var áður vagga kryddútflutnings og þar má sjá áhrif frá veru breta, holleninga og portúgala. Þessi merki má sjá í byggingarlist, matargerð og tungumáli. Við skoðum þennan fallega bæ, röltum um götur og torg og sjáum fiskimenn veiða í sjávarmálinu og selja aflann á markaði.

Þá liggur leiðin til Allepey en þessi landshluti er kallaður “Gods own country” en hér er ótrúlega fallegt um að litast. Siglt verður um vatnahéruðin, farið í land og verslað í matinn og svo verður hádegismatur um borð.

Við heimsækjum teekrur í Munnai en þar er einnig hægt að gera ýmislegt spennandi, fara á bak fílum, fara í gönguferðir eða bara að slaka á.

Síðasti áfangastaðurinn er Goa en þar njótum við strandlífsins og skoðum krydd plantekru og fáum fræðslu um þau helstu krydd sem ræktuð eru í héraðinu.

Inn í þetta ævintýri fléttast svo matarupplifun, sterkir litir og brögð, hindúatrú og góð samvera.

Skráðu þig hér til að fá nánari upplýsingar þegar tímasetning, ferðatihögun og verð liggur fyrir.