Njóttu dásemda Norður-Indlands!
Næsta ferð verður í janúar-febrúar 2026
Skoðaðu borgir og byggingar Norður Indlands, Johdpur, Jaipur, Udaphur og Taj Mahal í Agra í þessari stórkostlegu ferð.
Ferðin hefst í Mumbai þar sem dvalið er í 2 nætur. Þá er ferðinni heitið til norðurhluta Indlands og borgarinnar Udaipur.
Síðan er Johdpur eða Bláa borgin, heimsótt þar sem farið er í hindúahof og borgin skoðuð.
Í Pushkar er gist í tjaldi í eyðimörkinni og farið í Kameldýra safari.
Þá er komið að því að skoða Bleiku borgina Jaipur þar sem við lærum Bollýwood, skoðum virki og hindúahof og endað á matreiðslunámskeiði.
Þá er komið að stóru stundinni: Að heimsækja eitt af sjöundu undrum heimsins, hina frægu höll Taj Mahal við sólsetur. Hún er ógleymanleg þeim sem hana sækja heim.
Við ljúkum svo þessari mögnuðu ferð á því að fljúga til Goa og fáum hér tækifæri til að slaka á.
Skráðu þig hér til að fá nánari upplýsingar þegar tímasetning, ferðatilhögun og verð liggur fyrir.
Ævintýri á Norður-Indlandi
Ferðalýsing
-
Mumbai
14.00 - Innritun á hótelið Intercontinental Marine Drive 5 stjörnu hótel - 2 nætur17.00 - Skoðum Queens necklace ljósin í borginni - smökkum götubita (street food) á götum Mumbai.(Hádegisverður, kvöldmatur)
-
10.00 – Í dag förum við í skoðunarferð til gamla hluta Mumbai borgar og skoðum eitt af mörgum Hindúahofum.
Kvöldið er frjálst til að skoða sig um eða slaka á en svo förum við og borðum götubita í borginni.
(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður)
-
Usaipur
8.30 – Tékkað út af hóteli og flug tekið til Udaipur.Tékkað inn á hótelið Hotel Mahendra Prakash – 3 stjörnu Haveli hótel (2 nætur)
15.30 – Skoðunarferð um gamla hluta borgarinnar
(Morgunverður, léttur hádegisverður, kvöldverður)
-
10.00 Skoðum höllina í Udaipur og förum í bátsferð
Kvöldið frjálst
(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður)
-
JODHPUR
8.00 – Við ökum sem leið liggur frá Udaipur til Jodhpur í gegnum Ranakpur til að skoða hið þekkta hof Jain Temple í Ranakpur (5 klst akstur)14.00 – Innritun á hótel í Jodhpur og tími til að slaka á
Hotel Fort Chanwa – 3 stjörnu Heritage hótel (2 nætur)
(Morgunverður, hádegisverður, léttur kvöldverður)
-
9.00 – Morgunverður
10.00 Skoðunarferð í Mehrangad Fort, Jaswant Thada og Jodhpur bláu borgina.
Hér er hægt að gera góð kaup á mörkuðum eins og víða á Indlandi!
(Morgunverður, hádegisverður, léttur kvöldverður)
-
Pushkar
8.00 – Ökum sem leið liggur frá Jodhpur til Pushkar (4 klst) og förum þar í Camel Safari. Þar gistum við í tjaldi og fáum að kvöldverðRawai Luxury Tents – 4 stjörnu hótel (1 nótt)
(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður)
-
9.00 – Nú liggur leiðin til Jaipur (tæpir 3 tímar) Innritun á hótel og slakað á.
Umaid Bhavan – 4 stjörnu Heritage Boutique hótel (3 nætur)
18.00 – Við förum upp á Nahargad Fort og sjáum Jaipur að næturlagi og endum á því að bragða á götubitum á Masala Chowk.
(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður)
-
10.00 Við byrjum daginn á hressandi Bollywood dansi!
Í dag heimsækjum við þekkt hindúahof í Jaipur auk þess að heimsækja Haathi Gaon fílaþorpið.
Hádegisverður verður Spice Court þar sem við brögðum á mat frá héraðinu, eins og Laal Maas og Kheema Bhati.
Kvöldið frjálst.
(Morgunverður, hádegisverður)
-
Jaipur
9.00 – Við upplifum Jaipur og skoðum Amer Fort, City Palace, Hawa Mahal, Jal Mahal.Borðum Jaipuri götubita á leið okkar um bæinn.
17.00 – Matreiðslunámskeið eða verslunarferð, þú velur!
(Morgunverður, hádegismatur)
-
Agra
7.00 – Við förum með lest til Agra.12.30 – Við innritum okkur á gististaðinn okkar (Homestay) þar sem við borðum hádegismat. Slökum aðeins á og upplifum þennan skemmtilega og litríka stað.
Coral House Homestay (2 nætur)
16.00 pm – Nú er komið að því að heimsækja einn þekktasta stað Indlands, og þótt víðar væri leitað! Taj Mahal er ógleymanlegur staður og ómetanlegur!
(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður)
-
10.00 – Agra Fort heimsótt
13.00 – Hádegisverður á gististað og slakað á.
6.00 pm – “Mohabbat the Taj” sýning í Kalakriti.
(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður)
-
6.00 – Lagt af stað til Dehli og flogið til Goa.
15.00 pm – Innritun á hótel.
Hotel Goan Heritage – 3 stjörnu Heritage Boutique Hotel (3 nætur) Skoða hóteleða Ocean Palms Calangute – 4 Star Hotel
-
Frjáls dagur – Eftir þeytinginn á Norður Indlandi er ágætt að fá einn dag til að slaka á, fara á ströndina og synda, ganga um eða bara njóta.
19.00 pm – Nú er kominn tími til að dansa og syngja !
(Morgunverður, kvöldverður)
-
6.00 – Lagt af stað til Dehli og flogið til Goa.
15.00 pm – Innritun á hótel.
Hotel Goan Heritage – 3 stjörnu Heritage Boutique Hotel (3 nætur)
-
Frjáls dagur
(Morguverður)
-
Tékkað út af hóteli og flogið til Mumbai og innritun á hótel rétt við flugvöllinn. Dagurinn frjáls áður en haldið er heim til íslands. Jenný býður hópnum heim í kvöldmat.
Ibis hótel, nálægt flugvelli
(Morgunmatur, hádegisverður og kvöldverður)
-
Heimför til Íslands!
Innifalið
Gisting í 4 og 5 stjörnu hótelum og butique hótelum - sjá lista.
Allir málsverðir skv. dagskrá
Flug innanlands, lestir og rútur.
Aðgangseyrir inn í söfn skv. dagskrá.
Íslenskur fararstjóri
Ekki innifalið
Flugfargjöld til og frá Indlandi (ca.150.000 kr.)
Áfengir drykkir
Þeir málsverðir sem ekki er minnst á í dagskrá.
Allt sem ekki er minnst á í dagskrá.
Hámarksfjöldi - 10 manns