Almennir ferðaskilmálar
Ferðaskilmálar Mariposa ehf. (ferðaskrifstofan) kt. 570724-1850, gilda fyrir þau hjáheiti / vörumerki sem ferðaskrifstofuleyfi fyrirtækisins nær til en þau eru;
Fiðrildaferðir
Mariposa Travel
1. Bókun á ferð
Bókun á ferð með Fiðrildaferðum er bindandi samningur á milli farþega og ferðaskrifstofunnar að því gefnu að skrifstofan hafi staðfest bókun og farþegi greitt staðfestingargjald. Til að bókun öðlist gildi ber að greiða staðfestingargjald sem er 50.000 kr. fyrir hvern farþega í almennar hópaferðir en kann að vera hærra í sérferðir sem kosta 250.000 kr. eða meira pr. mann. Staðfestingargjald er afturkræft allt að 59 dögum fyrir brottför og eins ef hætt er við viðkomandi ferð vegna ónógrar þátttöku eða Mariposa ehf. sæti skyndilegu banni við skipulögðum ferðum á tiltekin áfangastað vegna fyrirmæla frá stjórnvöldum hérlendis eða í viðkomandi landi (t.a.m. heimsfaraldur). Staðfestingargjald þarf að greiða með millifærslu inná bankareikning Mariposa ehf. nr.133-26-016466 í gegnum heimabanka og eða í bankaútibúi.
Fiðrildaferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á villum í texta sem rekja má til rangrar uppsetningar eða tæknilegra ástæðna.
2. Greiðslur
Staðfestingargjald skal greitt við bókun og er óafturkræft og endurgreiðist ekki ef ferðaskrifstofa riftir samningi vegna vanefnda farþega.
Lokagreiðsla skal greiðast 9 vikum fyrir brottför.
Þegar fargjaldareglur flugfélaga eða annarra flutningsaðila ganga lengra hvað greiðslur varðar en almennir skilmálar Fiðrildaferða gildir sú regla er gengur lengra.
3. Verð og verðbreytingar
Uppgefið áætlað verð við staðfestingu pöntunar kann að taka breytingum ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi þáttum:
- Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði.
- Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu, s.s. lendingargjöldum eða gjöldum fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum.
- Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð. Ef gengisbreyting fer yfir 10% má ferðaskrifstofa hækka verð á ferð.
Ferð sem er að fullu greidd tekur ekki verðbreytingum og sé ferðin greidd að meiru en hálfu (en þó ekki að fullu) verða eftirstöðvar bókunar hlutfallslega hækkaðar.
Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 20 dagana áður en ferð hefst.
4. Afbókun eða breytingar á bókun
Senda skal tölvupóst í netfangið fidrildaferdir@gmail.com vegna afbókunar. Farþega er heimilt að afbóka ferð vegna stríðsaðgerða, lífshættulegra smitsjúkdóma eða annarra hliðstæðra tilvika (force major) sem hafa afgerandi áhrif á framkvæmd ferðar þegar 14 dagar eða færri eru til brottfarar hafi stjórnvöld gefið út ferðaviðvaranir á svæðum sem ferð tekur til. Í slíkum tilvikum ber ferðaskrifstofu að endurgreiða allt fargjaldið að frádregnu staðfestingargjaldi. Þetta gildir þó ekki ef farþegi hefði mátt sjá fyrir ofangreinda atburði og ástand er samningur var gerður.
a) Pakkaferðir (flug og hótel): Heimilt er að afbóka eða gera breytingu á bókun án kostnaðar sé það gert innan 7 daga frá því að bókun var gerð og meira en 56 dögum fyrir brottför. Berist afbókun síðar, en þó 56 dögum fyrir brottför, áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að halda staðfestingargjaldinu eftir.
Berist afbókun 56 - 21 degi fyrir brottför heldur ferðaskrifstofan eftir 50% af heildarverði bókunar en þó aldrei lægri upphæð en sem nemur staðfestingargjaldi. Berist afbókun 20 - 15 dögum fyrir brottför heldur ferðaskrifstofan eftir 65% af heildarupphæð bókunar.
Berist afbókun 14 - 8 dögum fyrir brottför heldur ferðaskrifstofan eftir 75% af heildarupphæð bókunar.
Berist afbókun aðeins 7 dögum fyrir brottför eða seinna er heildarupphæð bókunar óendurkræf. Í þeim tilvikum þar sem heildarupphæð er óendurkræf getur farþegi þó farið fram á endurgreiðslu á flugvallasköttum, svo lengi sem farþegi láti vita af forföllum fyrir brottför.
5. Framsal bókunar
Farþegi getur framselt bókun sína til annars aðila. Skal farþegi sem og framsalshafi tilkynna ferðaskrifstofu strax um slíkt framsal. Framseljandi ferðar og framsalshafi eru þá sameiginlega og hvor í sínu lagi ábyrgir gagnvart ferðaskrifstofu að því er varðar greiðslu á eftirstöðvum og öllum aukakostnaði er kann að leiða af slíku framsali, t.a.m. breytingargjaldi. Í þeim tilvikum þar sem aðilar sem selja þjónustu í ferðina hafa sett ákveðin skilyrði þannig að það sé ekki í valdi ferðaskrifstofu að breyta þeim, er óheimilt að framselja ferð.
6. Aflýsing ferða og/eða breytingar á ferðaáætlun
Ferðaskrifstofa ber enga ábyrgð á hvers konar ófyrirsjáanlegum aðstæðum sem geta átt sér stað, og sem ferðaskrifstofa getur engu um ráðið og ekki komið í veg fyrir, né afleiðingum af völdum þeirra. Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofu heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu og verður farþegum tilkynnt um það tafarlaust. Geri ferðaskrifstofa breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega strax. Sé um verulega breytingu að ræða ber farþega að tilkynna ferðaskrifstofu eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum.
Ferðaskrifstofu er heimilt að fella niður ferð, ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg. Almennt miðast lágmarksþátttaka við að a.m.k. 65% nýtingu á flugi, bæði á út- og heimflugi. Sé nýting tiltekinnar flugleiðar á ákveðnu tímabili (flugsería) að jafnaði undir 70% er ferðaskrifstofu heimilt að fella niður öll flug á tilteknu tímabili á þeirri flugleið (flugseríu), jafnvel þótt lágmarksþátttaka hafi náðst í einstaka flugi. Í sérferðum gildir að lágmarksþátttaka er 20 manns nema annað sé sérstaklega tilgreint í ferðalýsingum eða auglýsingum.
Tilkynna ber þátttakendum alla jafna um niðurfellingu pakkaferðar eigi síðar en 21 degi fyrir áætlaðan brottfarardag og 14 dögum fyrir brottför ef einungis um flug er að ræða. Pakkaferðir sem vara í 7 daga eða skemur má þó aflýsa 14 dögum fyrir brottför. Sé ferð aflýst, eða farþegi riftir samningi þegar um verulega breytingu er að ræða á ferð áður en hún hefst, á farþegi rétt á fullri endurgreiðslu eða taka í staðinn aðra sambærilega ferð ef ferðaskrifstofan getur boðið slík skipti. Ef ferðin sem boðin er í staðinn er ódýrari fær farþegi verðmismun endurgreiddan. Ef ferðin er dýrari greiðir farþegi mismuninn. ## Tímasetningar sem gefnar eru upp við bókun ferðar eru áætlaðar og geta breyst
7. Skyldur farþega
Farþegi er skuldbundinn að hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast um, taka tillit til samferðamanna sinna og hlíta þeim reglum sem gilda á hverjum stað, enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni.
Farþegi sem mætir ekki á brottfararstað á réttum tíma hefur fyrirgert rétti sínum til bóta ef hann missir t.a.m. af flugi af þeim sökum. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum, eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er ferðaskrifstofu heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, þ.e.a.s. án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofu.
8. Takmörkun ábyrgðar og skaðabætur
Mariopsa ehf. hvetur viðskiptavini til að huga vel að tryggingamálum sínum áður en lagt er upp í ferð. Þegar ferð er greidd með greiðslukorti a.m.k. að hálfu fylgir oft með ferðatrygging frá greiðslukortafyrirtækjunum. Athugið að þessar tryggingar eru mjög mismunandi eftir tegund greiðslukorts. Kynnið ykkur vel skilmála hjá greiðslukortafyrirtækjunum. Einnig er hægt er að sækja um sjúkratryggingakort hjá Sjúkratryggingum Íslands - http://www.sjukra.is/Farþegar eru hvattir til að kynna sér sína tryggingavernd og þá skilmála sem gilda um þær tryggingar sem þeir geta keypt hjá sínu tryggingafélagi eða sem þeir hafa í gegnum kreditkort.
Ferðaskrifstofa áskilur sér jafnframt rétt til að takmarka skaðabætur í samræmi við takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum.
Farþegar sem taka þátt í hópferð þurfa að meta hvort heilsa þeirra sé nógu góð til að geta fylgt skipulagi ferðar þannig að veikindi valdi öðrum í hópnum ekki óþægindum eða tefji ferðina. Ef farþegi veikist í ferð og er ekki fær um að halda ferðaáætlun eða er óferðafær á heimferðardegi, er farþegi á eigin vegum og ber sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast, sem og kostnaði við heimferð. Farþegi á ekki rétt á endurgreiðslu þótt hann ljúki ekki ferð af slíkum ástæðum eða öðrum sem ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt.
Hugsanlegar athugasemdir vegna ferðar skulu berast fararstjóra eða ferðaskrifstofu tafarlaust svo hægt sé að greiða úr vandanum. Ef fararstjóra er ekki gert viðvart um óánægju farþega hefur farþegi fyrirgert sér öllum rétti á bótum. Athugasemd skal berast skriflega á netfangið fidrildaferdir@gmail.com eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan mánaðar frá því að viðkomandi ferð lauk. Að öðrum kosti verða hugsanlegar bótakröfur ekki teknar til greina.
Verði farþegi fyrir meiðslum eða eignatjóni í ferð og telji hann sig eiga rétt á skaðabótum en tjón er ekki hægt að rekja til vanrækslu ferðaskrifstofu (vegna óviðráðanlegra aðstæðna eða atburðar sem veitandi þjónustunnar gat með engu móti séð fyrir eða komið í veg fyrir) skal farþegi leita réttar síns til viðeigandi aðila.
Ef ferð fullnægir ekki ákvæðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á því nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir ferðaskrifstofu. Ef ekki er hægt að bæta úr því sem á vantar eða einungis með lakari þjónustu á farþegi rétt á verðlækkun á ferðinni eða næstu ferð sem farin er með Fiðrildaferðum sem jafngildir mismuninum á þjónustu sem greitt var fyrir og þeirri sem veitt var.
Gætið vel að gildistíma vegabréfsins fyrir brottför. Það er alfarið á ábyrgð farþegans að afla sér upplýsinga um og tryggja sér þau ferðaskilríki og áritanir sem þarf að hafa meðferðis fyrir það land sem ferðast er til. Áður en ferð hefst þarf að kanna hvort vegabréfsáritunar sé þörf eða annara skjala. Upplýsingar er að finna á heimasíðu Utanríkisráðuneytisins – sjá nánar hér: https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/
Athuga þarf einnig hvort vegabréf sé í gildi nógu lengi því ákveðin lönd krefjast þess að vegabréf sé í gildi í allt að 6 mánuði frá þeim degi sem landið er yfirgefið. Alltaf skal ferðast með vegabréf, jafnvel þegar ferðast er innan Schengen svæðisins. Vegabréfið er eina alþjóðlega viðurkennda opinbera skilríkið til annarra landa. Íslenskir ríkisborgarar sem ferðast til Bandaríkjanna verða að fylla út ESTA umsókn en hægt er að smella á slóðina hér: https://esta.cbp.dhs.gov/ með að minnsta kosti þriggja daga fyrirvara.
Farþegar bera einnig ábyrgð á því að huga að bólusetningum í þeim tilfellum sem það á við. Hægt að fá bólusetningaráætlun í gegnum Heilsuveru.
Aðrir skilmálar
Breytingar á flugáætlun
Fiðrildaferðir bera ekki ábyrgð á töfum flugfélaga sem skapast vegna flugumferðar, seinkunar flugs eða bilana eða breytingum frá fyrirfram staðfestri flugáætlun.
Breytingar á hótelum
Gististaðir sem hugsanlega hafa yfirbókað gistirými eru skyldugir til að útvega viðskiptavinum, sem ekki fá gistingu, sambærilegt eða betra hótel. Fiðrildaferðir bera ekki ábyrgð á yfirbókunum gististaða, en aðstoða farþega sína ef þurfa þykir
Breytingar á sætabókunum
Sætabókanir geta breyst án fyrirvara vegna breytinga á flugáætlun eða annarra ófyrirsjáanlegra kringumstæðna. Í slíkum tilfellum er ávallt reynt að útvega viðskiptavini sambærilegt sæti með svipaða staðsetningu í flugvélinni eins og upphafleg bókun segir til um. Sætabókanir fást ekki endurgreiddar nema að um verulega tilfærslu hafi verið að ræða. Farþegi þarf þá að framvísa brottfararspjaldi sem sýnir úthlutað sæti á viðkomandi flugi. Börn mega ekki sitja við neyðarútgang.
Hjólastólar
Ákveðnar reglur gilda einnig um farþega í hjólastól. Farþegar í hjólastól geta eingöngu bókað sér sæti við glugga. Farþegum með skerta hreyfigetu er ekki heimilt að bóka sæti í miðju eða við gang eða sitja í sætum við neyðarútgang.
Skemmdir á farangri
Fiðrildaferðir bera ekki ábyrgð á skemmdum á farangri sem kunna að verða í leiguflugi, áætlunarflugi, áætlunarbifreiðum eða öðrum farartækjum. Verði skemmdir á farangri í flugvél ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá flugvallaryfirvöldum á staðnum, að öðrum kosti hefur farþegi fyrirgert rétti sínum til bóta. Flugfélögin sjá um greiðslu skaðabóta samkvæmt alþjóðlegum reglum og er greiðsla send beint til farþega. Fiðrildaferðir bera ekki ábyrgð ef farangur tapast, skemmist eða hann berst farþega seint vegna rangrar afgreiðslu á flugvelli, sú ábyrgð er alfarið á þjónustuaðilum flugfélaga.
Um ábyrgð á framkvæmd ferða bera skipuleggjandi og smásali, sameiginlega og hvor í sínu lagi ábyrgð á framkvæmd þeirrar ferðatengdu þjónustu sem er innifalin í samningi um pakkaferð, hvort sem þjónustan er veitt af þeim eða öðrum þjónustuveitanda skv. 17. gr. laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
Skilmálar þessi gilda frá og með 1.11.2024