Hvernig urðu Flögrandi Fiðrildi til?

        

Mig langar að segja ykkur aðeins frá því hvernig Flögrandi fiðrildi urðu til.

En ég Dísa, rek ásamt manninum mínum honum Óla ferðaþjónustu í Skjaldarvík við Akureyri. Við opnuðum Gistihúsið árið 2010 og bjóðum þar uppá gistingu, mat og afþreyingu ásamt því að selja vörur sem í upphafi voru aðallega hugsaðar fyrir túrista.

Frá byrjun hefur verslunin þróast áfam og við höfum tekið inn fleiri og fleiri vöru sem við höfum reynt að hafa annaðhvort hannaðar af fjölskyldu og vinum, eða hannaðar og framleiddar á staðnum, eða eitthvað sem okkur hefur langað að koma með á Eyjafjarðar svæðið sem hefur ekki fengis hér.

Svo vildi það þannig til að í sumar kom til okkar Pólskt par til að vinna á gistihúsinu. Þegar við fórum að spjalla um heima og geima kom uppúr krafsinu að mamma stúlkunnar er fatahönnuður og er að framleiða og hanna barnaföt.

Við erum með alls konar vörur í sölu í gistihúsinu okkar en vantaði eitthvað fyrir krakka, þannig að við fengum þessa konu til að gera fyrir okkur vörulínu sem tengdist hundunum okkar þeim Degi og Nótt. Þegar fötin komu svo til okkar leist okkur svo vel á að við ákváðum að taka inn meira af vörum frá henni. Þar sem við fundum mikinn meðbyr með fötunum ákváðum við svo að fara enn lengra og opna þessa vefverslun svo auðveldara sé fyrir fólk að nálgast þau.

Síðan ákváðum við svo að bæta við fleiri vörum á síðuna sem við erum hrifin af til að lofa fleirum að njóta :)

Svona getur nú spjall og hvatvísi orðið að einhverju skemmtilegu :)

Vona að ykkur lítist vel á þessa síðu og þær vörur sem við höfum uppá að bjóða.

Kv. Dísa